27. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. mars 2023 kl. 09:30


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:38
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:30
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:30
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (HallÞ), kl. 09:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:30

Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1996. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 17. mars 2023 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Erna Sigríður Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Valborg Steingrímsdóttir frá dómsmálaráðuneyti.

Gestnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 805. mál - ákvörðun nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn o.fl. Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Erna Sigríður Hallgrímsdóttir og Sigríður Eysteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Einar Gunnar Thoroddsen, Eggert Páll Ólason og Elísabet Júlíusdóttir frá fjármálaráðuneyti og Rakel Birna Þorsteinsdóttir frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bjarni Jónsson var valinn framsögumaður málsins.

3) Fundargerð Kl. 10:15
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 10:16
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22