11. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. nóvember 2015 kl. 10:45


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 10:49
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 10:50
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:49
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:50
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 10:50
Elín Hirst (ElH), kl. 10:49
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 10:49
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:50
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 10:55
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 11:17

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1693. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 188. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 15/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:51
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Hanna Birna Kristjánsdóttir form., Björn Valur Gíslason frsm., Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson, Karl Garðarson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Þá lýsti Birgitta Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi sig samþykka álitinu.

2) 191. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 25/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:54
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Hanna Birna Kristjánsdóttir form., Elín Hirst frsm., Björn Valur Gíslason, Frosti Sigurjónsson, Karl Garðarson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Þá lýsti Birgitta Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi sig samþykka álitinu.

3) Fundargerð Kl. 10:54
Fundargerð 10. fundar var samþykkt.

4) Tilskipun 2010/31/ESB er varðar orkunýtingu bygginga Kl. 10:54
Formaður kynnti álit atvinnuveganefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Staða Íslands í loftslagsmálum. Kl. 11:06
Á fund nefndarinnar komu Hugi Ólafsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Hrund Hafsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir undirbúning Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í París sem fram fer 30. nóvember - 11. desember nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:45
Farið var yfir dagskrá næsta fundar.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00