34. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. mars 2016 kl. 09:30


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:34
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:37
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:34
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:34
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:34
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:34
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) fyrir Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:34

Elín Hirst og Frosti Sigurjónsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1716. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) 75. mál - greining á sameiginlegum ávinningi að vestnorrænum fríverslunarsamningi og vestnorrænu viðskiptaráði Kl. 09:35
Framkomið nefndarálit var samþykkt. Að því stóðu Hanna Birna Kristjánsdóttir framsögumaður, Karl Garðarsson, Óttarr Proppé, Valgerður Bjarnadóttir, Silja Dögg Gunnarsdótir, Steinunn Þóra Árnadóttir ,Vilhjálmur Bjarnason og Frosti Sigurjónsson sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritaði undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 76. mál - langtímastefna fyrir samgöngur og innviði á Vestur-Norðurlöndum Kl. 09:36
Framkomið nefndarálit var samþykkt. Að því stóðu Óttarr Proppé framsögumaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Karl Garðarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Bjarnadóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Frosti Sigurjónsson sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritaði undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) 77. mál - samstarf við Grænland og Færeyjar um sjávarútvegsmál Kl. 09:37
Framkomið nefndarálit var samþykkt. Að því stóðu Hanna Birna Kristjánsdóttir framsögumaður, Karl Garðarsson, Óttarr Proppé, Valgerður Bjarnadóttir, Vilhjálmur Bjarnason, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Frosti Sigurjónsson sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritaði undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) 543. mál - aðild Gvatemala að fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna Kl. 09:37
Framkomið nefndarálit var samþykkt. Að því stóðu Vilhjálmur Bjarnason framsögumaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Karl Garðarsson, Óttarr Proppé, Steinunn Þóra Árnadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Frosti Sigurjónsson sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritaði undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

6) 327. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 09:37
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Hanna Birna Kristjánsdóttir framsögumaður, Karl Garðarsson, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir (með fyrirvara), Valgerður Bjarnadóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Elín Hirst og Frosti Sigurjónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rituðu undir álitið sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis. Birgitta Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi í nefndinni lýsti sig samþykka álitinu.

7) Heimsókn þingmanna í höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins. Kl. 09:57
Fjallað var um heimsókn þingmanna í höfuðstöðvar NATO.

8) Önnur mál Kl. 11:11
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30