3. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. október 2018 kl. 09:30


Mættir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Inga Sæland (IngS), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1821. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) Hoyvíkursamningurinn Kl. 09:35
Á fundinn komu Katrín Einarsdóttir og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 7. mál - alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Kl. 10:08
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

4) 22. mál - uppsögn tollasamnings um landbúnaðarvörur við Evrópusambandið Kl. 10:08
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

5) Önnur mál Kl. 10:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:08