7. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. nóvember 2018 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:10
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Álfheiði Eymarsdóttur (ÁlfE), kl. 10:35

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 10:35

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1825. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) Fjárheimildir til utanríkismála Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu: Gísli Þ. Magnússon, Ingunn Þorsteinsdóttir, Arnór Sigurjónsson, María Erla Marelsdóttir og Sigríður Snævarr frá utanríkisráðuneyti og Jón B. Guðnason frá Landhelgisgæslu Íslands.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (ESB) 2015/751 um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur Kl. 10:45
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

4) Önnur mál Kl. 10:51
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:53