39. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 6. júní 2019 kl. 13:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 13:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 13:10
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 13:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 13:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 13:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:10

Gunnar Bragi Sveinsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1857. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:10
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 774. mál - frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna Kl. 13:10
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Að nefndaráliti standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir form., Rósa Björk Brynjólfsdóttir frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Smári McCarthy með fyrirvara.

3) Önnur mál Kl. 13:20
Rætt var um störfin framundan.

Smári McCarthy lagði fram eftirfarandi bókun:
„Ég bóka ósætti við að neitað hafi verið að hálfu meiri hluta nefndarinnar að taka 7. mál um Alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi út úr nefnd, þvert á tillögu framsögumanns, án málefnalegra forsenda“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:25