9. fundur
utanríkismálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. febrúar 2022 kl. 09:07


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:07
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:07
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:07
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:07
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:07
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:07
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:35
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:07

Birgir Þórarinsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Hildur Edwald
Stígur Stefánsson

1950. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:55
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) Ástandið í Úkraínu Kl. 09:07
Gestir fundarins voru Albert Jónsson fv. sendihera, Baldur Þórhallsson og Jón Ólafsson frá Háskóla Íslands og tengdust þeir fundinum með fjarfundarbúnaði. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 206. mál - fullgilding fríverslunarsamnings Íslands, Noregs og Liechtenstein og Stóra-Bretlands og Norður-Írlands Kl. 10:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 10:56
Dagskrárliðnum var frestað.

5) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/27 frá 27. september 2021 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 að því varðar mörk vegna tilkynningar um verulegar hreinar skorstöður í hlutafé. Kl. 10:56
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

6) Önnur mál Kl. 10:57
Ákveðið var að óska eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneyti um stöðu mannréttindamála í Kanada í ljósi viðbragða þarlendra stjórnvalda við mótmælum í Ottawa.

Fundi slitið kl. 11:00