10. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. nóvember 2022 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:04
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:04
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:04
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:04
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:04
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:04
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:04
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:09

Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi.
Diljá Mist Einarsdóttir vék af fundi kl. 9:50.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1979. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) 475. mál - ákvörðun nr. 396/2021 um breytingu á XX. viðauka við EES- samninginn o.fl. Kl. 09:07
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti stóðu Bjarni Jónsson formaður, Þorgerður K. Gunnarsdóttir framsögumaður, Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson og Njáll Trausti Friðbertsson. Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álit þetta samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan álitinu.

3) 434. mál - ákvarðanir nr. 138/2022, nr. 249/2022 og nr. 151/2022 um breytingar á IX. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn Kl. 09:13
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti stóðu Bjarni Jónsson formaður, Þorgerður K. Gunnarsdóttir framsögumaður, Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson og Njáll Trausti Friðbertsson. Þorgerður K. Gunnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álit þetta samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan álitinu.

4) Störf alþjóðanefnda Kl. 09:13
Nefndarmenn ræddu alþjóðastarf liðinna vikna.

5) 487. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 09:50
Gestir fundarins voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórunn Hafstein ritari þjóðaröryggisráðs. Forsætisráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Bjarni Jónsson var valinn framsögumaður málsins.
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

6) Önnur mál Kl. 10:42
Rætt var um starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00