26. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 10. mars 2023 kl. 14:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 16:25
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 16:25
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 16:25
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 16:25
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 16:25
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 16:25

Anna Kolbrún Árnadóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1995. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Undirbúningur fyrir heimsókn til Bandaríkjanna Kl. 14:00
Gestir fundarins voru eftirfarandi fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu: Anna Hjartardóttir og Andri Júlíusson (Reykjavík), Bergdís Ellertsdóttir og Davíð Logi Sigurðsson (sendiráðinu í Washington) og Jörundur Valtýsson og Þórður Ægir Óskarsson (fastanefndinni í New York).

Farið var yfir skipulag ráðgerðrar heimsóknar utanríkismálanefndar til Bandaríkjanna.

2) 581. mál - hungursneyðin í Úkraínu Kl. 14:45
Nefndin Lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Bjarni Jónsson, formaður, Diljá Mist Einarsdóttir, framsögumaður, Birgir Þórarinsson, Jakob Frímann Magnússon, Logi Einarsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Diljá Mist Einarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rituðu undir álitið í samræmi við 2. mgr. 29. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan álitinu.

3) Fundargerð Kl. 14:55
Fundargerðir 24. og 25. fundar voru samþykktar.

4) Önnur mál Kl. 15:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00