8. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. nóvember 2011 kl. 08:32


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 08:32
Amal Tamimi (AT) fyrir SER, kl. 08:34
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 08:32
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:32
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:32
Mörður Árnason (MÁ), kl. 08:32
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 08:59
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:16

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:33
Fundargerð síðusta fundar var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) Fræðsluferð vegna alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Kl. 08:36
Rætt var á möguleika á þátttöku í fræðsluferð um alþjóðlega þróunarsamvinnu.

3) 31. mál - viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu Kl. 08:45
Ólafur Jóhannesson formaður og Hreiðar Þór Sæmundsson frá félaginu Zíon – vinum Ísraels gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi málið og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 09:30
Fleira var ekki gert.

Bjarni Benediktsson var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 09:31