11. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. nóvember 2011 kl. 15:07


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 15:07
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir GBS, kl. 15:07
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:07
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 15:07
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 15:15
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:07
Mörður Árnason (MÁ), kl. 15:07
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 15:07
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:07
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 15:07

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:08
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 17. nóvember var lögð fram til staðfestingar og verður hún birt á vef Alþingis.

2) 31. mál - viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu Kl. 15:09
Drögum að nefndaráliti og breytingartillögum var dreift á fundinum og þau rædd.

3) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 15:26
Drögum að áliti utanríkismálanefndar til fjárlaganefndar um þann kafla fjárlagafrumvarpsins 2012 sem lýtur að málefnasviði nefndarinnar var dreift og þau rædd.

4) Áætlun nefndar um meðferð Vestnorrænu málanna. Kl. 15:29
Sigmundur Ernir Rúnarsson framsögumaður málanna lagði fram áætlun um meðferð þeirra.

5) Skipan framsögumanns. Kl. 15:33
Formaður gerði tillögu um Helga Hjörvar sem framsögumann fyrir mál 52. Málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir viðeigandi dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga, og mál 82. Málshöfðun og skaðabótakrafa á hendur breska ríkinu, NATO og ESB. Tillagan var samþykkt.

6) Önnur mál. Kl. 15:33
Farið var yfir fyrirhugaða fundi utanríkismálanefndar á nefndadögum.

Fleira var ekki gert.

Ásmundur Einar Daðason sat fundinn þar til Gunnar Bragi Sveinsson mætti.
Bjarni Benediktsson var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 15:36