22. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. janúar 2014 kl. 09:40


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:47
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 10:16
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:47
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:47
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:47
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:47
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:47
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:47

Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1583. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:48
Dagskrármálinu var frestað.

2) 88. mál - stuðningur við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara Kl. 09:48
Á fundinn komu fyrst Hermann Ingólfsson og Estrid Brekkan frá utanríkisráðuneyti og síðar Stefán Pálsson og Ragnar Hjálmarsson frá Vinafélagi Vestur-Sahara. Gestirnir gerðu grein fyrir umsögnum sínum vegna málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 275. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:39
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Sindri Kristjánsson frá velferðarráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Guðlaugur Þór Þórðarson var skipaður framsögumaður málsins.

4) Önnur mál. Kl. 11:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:11