20. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. febrúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:06
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:12
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:06
Elín Hirst (ElH), kl. 09:07
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:06
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:06
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:06
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:20

Frosti Sigurjónsson var fjarverandi. Össur Skarphéðinsson vék af fundi kl. 10:55.

Hlé var gert á fundi kl. 9:45-10:00.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1644. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 451. mál - samningur hafnríkja til að uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar Kl. 09:07
Nefndin hóf umfjölluna sína um málið. Á fundinn mættu Birgir Hrafn Búason frá utanríkisráðuneyti og Kristján Freyr Helgason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Ákveðið var að leita álits atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.

2) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar. Kl. 09:28
Nefndin ræddi fyrirhugaða ferð til Washington á vormánuðum.

3) Fundargerð Kl. 09:43
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

4) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 6. febrúar 2015 Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rúnar Guðjónsson, Gunnar Örn Indriðason og Marta Jónsdóttir frá innanríkisráðuneyti, Jón Fannar Kolbeinsson frá velferðarráðuneyti, Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Agnes Guðjónsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Ingibjörg Jónsdóttir frá Matvælastofnun. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 425. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:42
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Á fundinn komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, ásamt Kjartani Ingvarssyni og Sigríði Svönu Helgadóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

6) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05