32. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. febrúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:41

Vilhjálmur Bjarnason var fjarverandi vegan þingstarfa erlendis.

Frosti Sigurjónsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Hildur Eva Sigurðardóttir

1714. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

2) 75. mál - greining á sameiginlegum ávinningi að vestnorrænum fríverslunarsamningi og vestnorrænu viðskiptaráði Kl. 09:04
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2-4. Á fund nefndarinnar komu Unnur Brá Konráðsdóttir formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Inga Dóra Markussen framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og Vilborg Ása Guðjónsdóttir nefndaritari Vestnorræna ráðsins.

Gestirnir kynntu þingsályktunartillögurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 76. mál - langtímastefna fyrir samgöngur og innviði á Vestur-Norðurlöndum Kl. 09:04
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

4) 77. mál - samstarf við Grænland og Færeyjar um sjávarútvegsmál Kl. 09:04
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

5) 327. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og var afgreiðslu þess frestað til næsta fundar.

6) Framkvæmdaákvörðun nr. 2015/2398/ESB um skipaniðurrifsstöðvar Kl. 09:40
Formaður kynnti álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um

7) Framkvæmdaákvörðun nr. 2015/2119/ESB um niðurstöður fyrir bestu aðgengilegu tækni (BAT) Kl. 09:43
Formaður kynnti álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um

8) Tilskipun 2014/26/ESB um höfundarétt og leyfisveitingu fyrir netafnot tónlistar Kl. 09:48
Formaður kynnti álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin mun fjalla nánar um málið og var afgreiðslu þess frestað.

9) 23. mál - samstarf Íslands og Grænlands Kl. 09:53
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

10) 68. mál - alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla Kl. 09:58
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

11) Önnur mál Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:03