42. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. maí 2016 kl. 15:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 15:09
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 15:09
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 15:10
Elín Hirst (ElH), kl. 15:09
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 15:09
Karl Garðarsson (KG), kl. 15:09
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 15:12
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:09
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 15:20

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1724. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Samþykkt.

2) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson, Bryndís Kjartansdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Guðrún Þorleifsdóttir, Guðbjörg Eva Baldursdóttir og Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Skúli Magnússon.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 733. mál - alþjóðlegar viðskiptaþvinganir gagnvart lágskattaríkjum Kl. 16:51
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið.

4) 687. mál - Rómarsamþykktin um Alþjóðlega sakamáladómstólinn viðvíkjandi glæpum gegn friði Kl. 16:55
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti stóðu Silja Dögg Gunnarsdóttir framsögumaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður, Elín HIrst, Frosti Sigurjónsson, Karl Garðarsson, Óttarr Proppé, Steinunn Þóra Árnadóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Ásta Guðrún Helgadóttir áheyrnarfulltrúi Pírata lýsti sig samþykka álitinu.

5) 640. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2016 Kl. 17:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) Önnur mál Kl. 17:05
Rætt var um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 17:30