23. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:04
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:04
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:05

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi. Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1772. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

2) Leiðtogafundur NATO 24.-25. maí 2017 Kl. 09:07
Á fundinn komu Ingibjörg Davíðsdóttir frá forsætisráðuneyti og Jörundur Valtýsson frá utanríkisráðuneyti.

Lagt var fram minnisblaðið „Samantekt: Fundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsins 25. maí í Brussel". Minnisblaðið er bundið trúnaði skv. 24. gr. þingskapa.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Geimvísindastofnun Evrópu Kl. 09:39
Á fundinn kom Magnús K. Hannesson frá utanríkisráðuneyti. Hann fór yfir stöðu mála er varða mögulega aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu sbr. þingsályktun nr. 69/145 og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Framseld reglugerð (ESB) 2015/61 til viðbótar reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um lausafjárþekju lánastofnana Kl. 10:09
Formaður kynnti álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) 263. mál - fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja Kl. 10:17
Fyrst komu á fund nefndarinnar Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands, Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá kom á fund nefndarinnar Hörður H. Helgason frá Íslandsdeild Amnesty International. Hann fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 76. mál - merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu Kl. 11:45
Á fundinn kom Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands. Hann fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 413. mál - landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn Kl. 11:58
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti standa Jóna Sólveig Elínardóttir formaður, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Ármannsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Teitur Björn Einarsson og Vilhjálmur Bjarnason. Bryndís Haraldsdóttir framsögumaður var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

8) Önnur mál Kl. 12:05
Rætt var um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 12:25