3. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. september 2022 kl. 09:45


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:45
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:45
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:45
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:45
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:45
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:45
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:45
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:45
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir (JSkúl), kl. 09:45
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:45

Orri Páll Jóhannsson vék af fundi kl. 10:57.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Fundargerð 2. fundar samþykkt.

2) 4. mál - hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyrisþega Kl. 09:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Þá var samþykkt að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

3) 5. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 09:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Þá var samþykkt að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

4) 8. mál - tæknifrjóvgun o.fl. Kl. 09:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Þá var samþykkt að Óli Björn Kárason verði framsögumaður málsins.

5) 211. mál - sjúklingatrygging Kl. 09:45
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Þá var samþykkt að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins.

6) Starfið framundan Kl. 09:48
Nefndin ræddi starfið framundan.
Samþykkt var að fundir nefndarinnar á mánudögum standi frá kl. 9:15 til kl. 10:45.

7) Kynning á þingmálaskrá félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Gissur Pétursson, Klara Baldursdóttir Briem, Hildur Sverrisdóttir Röed, Bjarnheiður Gautadóttir og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Fóru þau yfir þingmálaskrá félags- og vinnumarkaðsráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Kynning á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar mættu Ásta Valdimarsdóttir og Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu.
Fóru þau yfir þingmálaskrá heilbrigðisráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00