11. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:37
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:32
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00

Guðbjartur Hannesson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Reglugerð (ESB) nr. 520/2012 er varðar skyldu markaðsleyfishafa lyfja til að halda úti grunnskjali lyfjagátarkerfis Kl. 09:05
Nefndin fékk á sinn fund Einar Magnússon og Jón Fannar Kolbeinsson frá velferðarráðuneyti og Sindra Kristjánsson frá Lyfjastofnun sem kynntu efni reglugerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 09:30
Nefndin tók til umfjöllunar 3. mál samkvæmt umsagnarbeiðni efnahags- og viðskiptanefndar. Einar Magnússon og Jón Fannar Kolbeinsson frá velferðarráðuneyti kynntu XI. kafla frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun. Einar Magnússon og Jón Fannar Kolbeinsson frá velferðarráðuneyti svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 25. mál - fjármögnun byggingar nýs Landspítala Kl. 10:35
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 12. nóvember.

5) 27. mál - aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu Kl. 10:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 12. nóvember.

6) Önnur mál Kl. 10:45
Ákveðið var að RR yrði framsögumaður 257. máls, BN yrði framsögumaður 207. máls, ÁsF yrði framsögumaður 159. máls og ÞórE yrði framsögumaður 242. máls.

RR vék máls á vettvangsferð til Lyfjastofnunar.

7) Umgjörð leyfisskyldra lyfja - kynning á skýrslu. Kl. 11:00
Jakob Falur Garðarsson frá Frumtökum og Davíð Ingason frá Vistor hf. kynntu umgjörð leyfisskyldra lyfja og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 11:45