61. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. maí 2019 kl. 13:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi vegna veikinda.
Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 55.-58. fundar voru samþykktar.

2) 19. mál - stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda Kl. 13:00
Tillaga um að afgreiða málið til síðari umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti meiri hluta standa HallM, ÓGunn, ÁsF, AIJ, GBr (með fyrirvara), GIK, HSK og VilÁ.

3) 495. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið.

4) 644. mál - sjúkratryggingar Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið.

5) 24. mál - almannatryggingar Kl. 13:05
Tillaga um að afgreiða málið til 2. umræðu var borin upp en náði ekki fram að ganga.

6) Almannatryggingar - réttur til töku hálfs lífeyris Kl. 13:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildi Sverrisdóttur Röed frá félagsmálaráðuneytinu og Sigurð M. Grétarsson frá Tryggingastofnun ríkisins.

7) Skýrsla samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Pál Jónsson, formann samráðshóps um breytt framfærslukerfi almannatrygginga.

8) 771. mál - framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019--2022 Kl. 14:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fund sinn Freydísi J. Freysteinsdóttur frá félagsvísindasviði Háskóla Íslands, Guðrúnu Þorsteinsdóttur og Soffíu Lárusdóttur frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Heiðu Björgu Pálmadóttur frá Barnaverndarstofu, Helgu Jónu Sveinsdóttur og Sigrúnu Þórarinsdóttur frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, Guðríði Bolladóttur frá embætti umboðsmanns barna og Þóru Jónsdóttur frá Barnaheillum.

9) Önnur mál Kl. 15:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30