25. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. mars 2022 kl. 09:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:00
Lenya Rún Taha Karim (LenK) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 23. og 24. funda voru samþykktar.

2) 450. mál - rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Hafsteinn Viðar Jensson og Sveinbjörn Kristjánsson frá embætti landlæknis, Skarphéðinn Grétarsson og Ragnhildur Sif Hafstein frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sindri Kristjánsson frá Lyfjastofnun, Katrín Guðjónsdóttir frá Matvælastofnun, Þórunn Anna Árnadóttir og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu og Frigg Thorlacius og Ísak Sigurjón Bragason frá Umhverfisstofnun.
Fóru þau yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 414. mál - landlæknir og lýðheilsa Kl. 10:00
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:05
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:10