12. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. nóvember 2022 kl. 09:15


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:15
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:15
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:15
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:15
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:15

Oddný G. Harðardóttir boðaði forföll.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:24.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 10. og 11. funda samþykktar.

2) 272. mál - húsaleigulög Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mættu Tinna Andrésdóttir og Sigurður Orri Hafþórsson frá Húseigendafélaginu, Heiðrún Björk Gísladóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins, Jóhannes Stefánsson frá Viðskiptaráði Íslands, Margrét Arnheiður Jónsdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Aldís Rún Lárusdóttir, Birgir Finnsson og Bjarni Kjartansson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 49. mál - fullgilding og lögfesting valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 10:44
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

4) 163. mál - heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni Kl. 10:44
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins.

5) 96. mál - skipun starfshóps um rétt til að annast veikt eða slasað barn Kl. 10:44
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins.

6) 132. mál - sjúkratryggingar Kl. 10:44
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason verði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:56