46. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. mars 2023 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Halldóra Mogensen tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:16


2) 782. mál - málefni innflytjenda og vinnumarkaðsaðgerðir Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Unnur Sverrisdóttir og Vilmar Pétursson frá Vinnumálastofnun. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Líneik Önnu Sævarsdóttur, Ásmundi Friðrikssyni, Guðmundi Inga Kristinssyni, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, Jódísi Skúladóttur og Óla Birni Kárasyni. Oddný G. Harðardóttir og Halldóra Mogensen sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Jódís Skúladóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Óli Björn Kárason. Guðbrandur Einarsson áheyrnarfulltrúi lýsti sig samþykkan áliti meiri hluta.
Oddný G. Harðardóttir boðaði sérálit.

3) Samningar um móttöku hælisleitenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

4) 860. mál - aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023--2027 Kl. 10:00
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 12. apríl.
Nefndin samþykkti að Jódís Skúladóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 83. mál - afnám vasapeningafyrirkomulags Kl. 10:00
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 12. apríl.
Nefndin samþykkti að Guðmundur Ingi Kristinsson yrði framsögumaður málsins.

6) 94. mál - þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu Kl. 10:03
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 12. apríl.
Nefndin samþykkti að Guðmundur Ingi Kristinsson yrði framsögumaður málsins.

7) 97. mál - félagsleg aðstoð Kl. 10:03
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 12. apríl.
Nefndin samþykkti að Guðmundur Ingi Kristinsson yrði framsögumaður málsins.

8) 99. mál - ókeypis getnaðarvarnir fyrir einstaklinga yngri en 25 ára Kl. 10:05
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 12. apríl.
Nefndin samþykkti að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður málsins.

9) 80. mál - fjöleignarhús Kl. 10:07
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 12. apríl.
Nefndin samþykkti að Guðmundur Ingi Kristinsson yrði framsögumaður málsins.

10) 315. mál - sorgarleyfi Kl. 10:09
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 12. apríl.
Nefndin samþykkti að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

11) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15