11. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. nóvember 2011 kl. 09:06


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:06
Amal Tamimi (AT) fyrir LGeir, kl. 09:06
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:18
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:06
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:06
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:20
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:06
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:06
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:06

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar og tók þau til umræðu. Fundargerðin var samþykkt.

2) Skipulag heilbrigðisþjónustu og ráðstöfun fjármuna. Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Anna Sigrún Baldursdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Jón Baldursson og Sveinn Magnússon frá velferðarráðuneytinu og kynntu niðurstöður starfshóps velferðarráðherra um skipulag heilbrigðissþjónustu og ráðstöfun fjármuna. Auk þess svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

3) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 11:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 1. mál um fjárlög 2012. Á fund nefndinnar komu Anna Sigrún Baldursdóttir, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Sturlaugur Tómasson frá velferðarráðuneyti og Gunnhildur Gunnarsdóttir,Sigurður Erlingsson og Sigurður Jón Björnsson frá Íbúðalánasjóði. Kynntu þau þann hluta fjárlaga er snýr að húsnæðismálum og Íbúðalánasjóði. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

4) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 11:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 195. mál um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Formaður dreifði drögum að áliti um málið til efnahags- og viðskiptanefndar og tók þau til umfjöllunar. Nefndin ræddi drögin og var samþykkt að stefna að afgreiðslu málsins á næsta fundi.

5) Önnur mál. Kl. 11:58
Fleira var ekki rætt.
VBj vék af fundi kl. 10:44, JRG kl. 11:20, UBK kl. 11:50 og EyH kl. 11:52.
BirgJ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:59