59. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 25. maí 2012 kl. 13:05


Mættir:

Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 13:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 13:05
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir JRG, kl. 13:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:05

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 290. mál - barnalög Kl. 13:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um drög að nefndaráliti framsögumanns og lagt var til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem samþykkt var af öllum viðstöddum. Að nefndaráliti standa: ÁI með fyrirvara, JRG, LGeir, VBj, RR, UBK með fyrirvara, EyH og GStein. BirgJ áheyrnarfulltrúi er samþykk áliti nefndarinnar.

ÁI og JRG skrifa undir nefndarálitið með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

2) Önnur mál. Kl. 13:20
Fleira var ekki rætt.

MN sat fundinn fyrir hönd JRG en sat hjá við atkvæðagreiðslu um málið og er ekki á nefndaráliti nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 13:20