35. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. mars 2014 kl. 13:11


Mættir:

Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 13:31
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 13:11
Elín Hirst (ElH), kl. 13:52
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 13:11
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:11
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:11
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:11
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:11

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir var fjarverandi.
Ásmundur Friðriksson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:50
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 147. mál - húsaleigubætur Kl. 13:11
Nefndin fjallaði um 147. mál og fékk á sinn fund Tryggva Þórhallsson og Svandísi Ingimundardóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu þau grein fyrir umsögn sinni um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 70. mál - jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum Kl. 13:20
Nefndin fjallaði um 70. og 71. mál samhliða. Á fund nefndarinnar komu fyrst Tryggvi Þórhallsson og Svandís Ingimundardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir frá Barnaheill, Lárus Blöndal frá Hagstofunni, Ástríður Jóhannesdóttir og Sólveig J. Guðmundsdóttir frá Þjóðskrá Íslands og Agla K. Smith og Hallveig Thordarson frá Tryggingastofnun ríkisins.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Heimir Hilmarsson, Karvel A. Jónsson og Birgir Grímsson frá Félagi um foreldrajafnrétti, Kristín Tómasdóttir frá Félagi einstæðra foreldra og Guðgeir Eyjólfsson frá Sýslumannafélagi Íslands.

4) 71. mál - skráning upplýsinga um umgengnisforeldra Kl. 13:20
Sjá fyrri dagskrárlið.

5) Önnur mál Kl. 14:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:55