13. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:44
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Eyrún Eyþórsdóttir (EyE) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00

Þórunn Egilsdóttir var fjarverandi vegna annarra starfa á vegum þingsins. Ásmundur Friðriksson var fjarverandi til kl. 10:00 vegna annarra starfa á vegum þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 257. mál - sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu Kl. 09:05
Guðrún Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Broddadóttir, Rún Knútsdóttir og Þór G. Þórarinsson frá velferðarráðuneyti kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Á fund nefndarinnar komu einnig Stefán Hreiðarsson frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Ingibjörg Hinriksdóttir og Kristján Sverrisson frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Halldór Sævar Guðbergsson og Þorbjörg Gunnarsdóttir frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda.

2) Fundargerð Kl. 10:02
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

3) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 11:10
Björg Ásta Þórðardóttir og Ólafur Stephenssen frá Félagi atvinnurekenda ræddu um XI. kafla frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40