50. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 09:00

Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll. Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 10:05 og Elsa Lára Arnardóttir kom í hennar stað kl. 10:09. Valgerður Bjarnadóttir og Björt Ólafsdóttir viku af fundi kl. 10:45. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:37.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 49. fundar var samþykkt.

2) Eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun og sjálfstætt starfandi læknum Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Anna Björg Aradóttir, Guðrún Auður Harðardóttir og Magnús Jóhannsson frá embætti landlæknis.

3) 52. mál - aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir og Linda Kristmundsdóttir frá barna- og unglingageðdeild Landspítala, Jónas Guðmundsson og Þórunn Ólafsdóttir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Anna María Jónsdóttir, Stefanía Arnardóttir og Sæunn Kjartansdóttir frá Miðstöð foreldra og barna ehf. og Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir frá Þroska- og hegðunarstöð. Karólína Stefánsdóttir frá heilsugæslustöðinni á Akureyri sótti fundinn í gegnum síma.

4) Önnur mál Kl. 11:44
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:44