42. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. febrúar 2016 kl. 08:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 08:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 08:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:12
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:58
Vigdís Hauksdóttir (VigH) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 08:30

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir boðaði forföll. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 8:45 og kom aftur kl. 9:16. Vigdís Hauksdóttir vék af fundi kl. 8:58. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 8:50 og kom aftur kl. 9:24, vék svo aftur af fundi kl. 9:40. Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 9:15.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 40. og 41. fundar samþykktar.

2) Málefni heilsugæslunnar Kl. 08:30
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom á fund nefndarinnar, kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 338. mál - stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára Kl. 09:05
María Rúnarsdóttir, Steinunn Bergmann og Guðlaug M. Júlíusdóttir frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Þórgunnur Ársælsdóttir og Lára Björgvinsdóttir frá Geðlæknafélagi Íslands, Halla Þorvaldsdóttir og Sigríður Karen Bárudóttir frá Sálfræðingafélagi Íslands og Halldór Hauksson og Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu mættu á fund nefndarinnar, kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu Gunnhildur Kristjánsdóttir, Helena Konráðsdóttir og Sigurður Viðar, Elín Ebba Ásmundsdóttir frá Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri og Kristín Siggeirsdóttir og Ómar Hjaltason frá Janus endurhæfingu ehf. á fund nefndarinnar, kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:30