34. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. maí 2017 kl. 13:32


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 13:32
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 13:32
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 13:32
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:32
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 13:48
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:32
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:32
Ingibjörg Þórðardóttir (IÞ), kl. 13:32
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 13:32

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 14:57 og kom aftur kl. 15:51.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:32
Frestað til næsta fundar.

2) 457. mál - réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl. Kl. 13:32
Á fund nefndarinnar mættu Bjarnheiður Gautadóttir og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 62. mál - heildstæð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun Kl. 14:15
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Sigurjónsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 433. mál - sjúklingatrygging Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar mætti Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands. Fór hann yfir umsögn ASÍ um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 440. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar mætti Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands. Fór hann yfir umsögn ASÍ um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 438. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 15:30
Á fund nefndarinnar mættu Freyja Haraldsdóttir, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Sigríður Jónsdóttir frá Tabú og Hjörtur Örn Eysteinsson, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson og Rúnar Björn Herrera frá NPA miðstöðinni. Fóru þau yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 439. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 15:30
Á fund nefndarinnar mættu Freyja Haraldsdóttir, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Sigríður Jónsdóttir frá Tabú og Hjörtur Örn Eysteinsson, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson og Rúnar Björn Herrera frá NPA miðstöðinni. Fóru þau yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 433. mál - sjúklingatrygging Kl. 16:45
Nefndin ræddi málið.

9) 440. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 16:50
Allir nefndarmenn voru samþykkir því að afgreiða málið úr úr nefndinni. Allir nefndarmenn standa að sameiginlegu nefndaráliti.

10) Önnur mál Kl. 17:05
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 17:05