Upplýsingar um útlendingamál

Frumkvæðismál (1512119)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
19.12.2015 29. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Upplýsingar um útlendingamál
Samþykkt var einhljóða skýrsla nefndarinnar um réttarstöðu hælisleitanda, málshraða, skilvirkni og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, skv. 1. mgr. 26. gr laga um þingsköp Alþingis.
19.12.2015 28. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Upplýsingar um útlendingamál
Á fund nefndarinnar komu Erna Kristín Blöndal frá innanríkisráðuneytinu og Helgi Valberg Jenson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu (símafundur). Fóru þau yfir málefni útlendinga hér á landi og svöruðu spurningum nefndarmanna.
17.12.2015 26. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Upplýsingar um útlendingamál
Á fund nefndarinnar komu Hermann Sæmundsson og Erna Kristín Blöndal frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir stöðu mála í útlendingamálum og svöruðu spurningum nefndarmanna.
15.12.2015 25. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Upplýsingar um útlendingamál
Á fund nefndarinnar komu Hjörtur Bragi Sveinsson frá kærunefnd útlendingamála, Kristín María Gunnarsdóttir og Vera Dögg Gunnarsdóttir frá Útlendingastofnun og Atli Viðar Thorstensen, Gunnar Narfi Gunnarsson, Guðríður Lára Þrastardóttir og Kristjana Fenger frá Rauða krossi Íslands. Fóru þau yfir stöðu útlendingamála hér á landi og svöruðu spurningum nefndarmanna.