#metoo-byltingin

Frumkvæðismál (1803104)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
15.03.2018 24. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar #metoo-byltingin
Á fund nefndarinnar kom Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Hildur Dungal og Svala Ísfeld frá dómsmálaráðuneyti, Bjarnheiður Gautadóttir, Eva Margrét Kristinsdóttir, Ingibjörg Broddadóttir og Petra Baumruk frá velferðarráðuneyti, Jóna Pálsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Hugrún Hjaltadóttir frá Jafnréttisstofu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Helgi Valberg Jensson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
14.03.2018 23. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar #metoo-byltingin
Á fund nefndarinnar komu Hafdís Inga Hinriksdóttir fyrir hönd kvenna innan íþróttahreyfingarinnar, Hreindís Ylva Garðarsdóttir fyrir hönd kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð, Edda Ýr Garðarsdóttir fyrir hönd kvenna innan menntageirans, Kolbrún Garðarsdóttir fyrir hönd kvenna innan réttarvörslukerfisins og Nichole Leigh Mosty fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.