Breyting á starfsáætlun og fundatafla nefndadags 30. nóvember

27.11.2023

Forseti hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að gera breytingu á starfsáætlun Alþingis. Samkvæmt starfsáætlun er miðvikudagurinn 29. nóvember nefndadagur. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hafa þingfund þann dag og hefst hann klukkan 15:00. Nefndir munu funda fyrir þingfund þennan dag.

Fimmtudagurinn 30. nóvember verður samkvæmt starfsáætlun Alþingis nefndadagur.

Fundatafla er sem hér segir:

Fimmtudagur 30. nóvember

  • Kl. 9–12: B-nefndir: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd.
  • Kl. 13–16:  A-nefndir: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd

Endanlegir fundatímar og dagskrár birtast á vef Alþingis.

Nánari upplýsingar um nefndastörf, nefndadaga og fyrirkomulag þeirra