Fundur í atvinnuveganefnd föstudaginn 23. júní opinn fjölmiðlum

22.6.2023

Fundur atvinnuveganefndar sem haldinn verður föstudaginn 23. júní kl. 11:00–12:00 verður opinn fjölmiðlum.

Á fundinum verður fjallað um ákvörðun matvælaráðherra frá 20. júní sl. um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða.

Gestur fundarins er Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og með henni mæta Ása Þórhildur Þórðardóttir, Ásgerður Snævarr, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir og Kári Gautason frá matvælaráðuneyti.

Um er að ræða fund opinn fjölmiðlum skv. 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, 55/1991, 2. mgr. 10. gr. starfsreglna fastanefnda.

Fjölmiðlum er heimilt að taka upp myndefni og hljóð á fundinum og streyma af honum.

Vakin er athygli á því ekki er um opinn fund að ræða skv. 3. mgr. 19. gr. þingskapa og verður honum því ekki streymt á vef Alþingis.