Bréf formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til Ríkisendurskoðanda

11.10.2012

Bréf formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til Ríkisendurskoðanda. Sent í tilefni af umræðu um úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhags-og mannauðskerfi ríkisins (Oracle). Óskað er eftir að svör við þeim spurningum sem bornar eru upp í bréfinu berist fyrir 16. október nk.

Spurningarnar eru eftirfarandi:

1. Gerir ríkisendurskoðandi starfsáætlun um þau verkefni sem eðli máls samkvæmt eru ekki reglubundin?
a. til hve langs tíma?
b. hve oft er áætlunin endurskoðuð?

2. Hafa skýrslur er varða fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Oracle) verið á starfsáætlun Ríkisendurskoðunar? Ef svo er, hversu miklum mannafla (mannmánuðum) var ætlað að sinna verkefninu á ári hverju frá því vinna við úttektina hófst?

3. Hefur Alþingi verið gert viðvart um tafir eða ákvörðun um að fresta vinnu eða skilum á úttekt á innleiðingu og/eða uppfærslu á Oracle-kerfinu?
a. ef já – hvenær?
b. ef nei – hvers vegna ekki?

4. Á heimasíðu Ríkisendurskoðunar er birtur listi um „úttektir í vinnslu“.
a. Hefur vinna er varðar úttekt á Oracle verið á þessum lista?
b. Eru skýrslur/úttektir nú í vinnslu hjá embættinu, sem ekki eru á listanum?
c. Hvaða viðmið eru höfð um hvaða verkefni eru skráð á þennan lista?

5. Hefur Ríkisendurskoðun sett viðmið um vinnslutíma úttekta/skýrslna og ef svo er, hvert er það?

6. Hvaða reglur gilda hjá embættinu um upplýsingagjöf til Alþingis meðan á úttekt stendur? Hafa komið upp þau tilfelli að Ríkisendurskoðun hafi talið nauðsynlegt að gera þinginu viðvart um tilteknar niðurstöður sínar enda þótt skýrslugerð hafi ekki verið lokið?