Opinn fundur í atvinnuveganefnd þriðjudaginn 23. maí

19.5.2023

Atvinnuveganefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 23. maí í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 8:30.

Fundarefnið er nýútkomin eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022.

Gestur fundarins verður Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, ásamt fulltrúum matvælaráðuneytis.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir og er áætlað að hann standi til kl. 9:20.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis