Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd miðvikudaginn 28. júní kl. 13:00

27.6.2023

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund miðvikudaginn 28. júní í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 13:00.

Fundarefnið er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum.

Gestir fundarins verða:

  • Kl. 13:00: Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, og Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands.
  • Kl. 13:45: Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla starfsreglna fastanefnda Alþingis.