Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 611  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 587 [Fjárlög 2016].

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


    Liðurinn 5.1.2.1.15 Vörugjald af innfluttum ökutækjum lækki um 250 m.kr. og verði svohljóðandi:

Rekstrargrunnur Greiðslugrunnur
7.150,0 7.050,0

Greinargerð.

    Í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins var reiknað með því að hámarksívilnun vörugjalda vegna bílaleigubíla lækkaði úr 750 þús. kr. í 350 þús. kr. á hverja bifreið árið 2016. Meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur hins vegar lagt til þá breytingu á frumvarpi til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016 (2. máli) að hámarksívilnunin verði 500 þús. kr. árið 2016 sem hefur í för með sér að tekjur ríkissjóðs af vörugjaldi af innfluttum ökutækjum verði 250 m.kr. minni en búist var við.