Ferill 583. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1689  —  583. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um greiðsluþjónustu.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Í stað orðanna „sjóðir um sameiginlega fjárfestingu, svo sem verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðir“ í 9. tölul. 2. gr. komi: verðbréfasjóðir eða sérhæfðir sjóðir.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „almennu eigin fé þáttar 1“ í 3. tölul. komi: eiginfjárþætti 1.
                  b.      36. tölul. orðist svo: Sannvottun: Aðferð sem gerir greiðsluþjónustuveitanda kleift að sannreyna deili á notanda greiðsluþjónustu eða heimild til notkunar tiltekins greiðslumiðils, þ.m.t. notkunar á persónubundnum öryggisskilríkjum notandans.
                  c.      Í stað orðanna „sem rammasamningur kveður á um“ í 38. tölul. komi: þar sem kveðið er á um í rammasamningi.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Önnur atriði sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að komi fram í umsókn samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands.
                  b.      3. mgr. falli brott.
     4.      4. mgr. 5. gr. orðist svo:
                  Fjármálaeftirlitið skal birta opinberlega lista yfir þær upplýsingar sem fram þurfa að koma í tilkynningu.
     5.      Í stað „2.–5. mgr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. komi: 2.–4. mgr.
     6.      Við 11. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra gilda 52. gr. og 52. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, eftir því sem við á, og reglur settar á grundvelli þeirra.
                  b.      Fyrirsögn verði: Hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra.
     7.      Í stað orðanna „þriðja lands“ í 8. mgr. 12. gr. og 6. mgr. f-liðar 1. tölul. 117. gr. komi: þriðja ríkis.
     8.      Í stað orðsins „fjárvörslu“ í a-lið 1. mgr. 16. gr. komi: ráðstafanir til verndunar eigna.
     9.      Við 2. mgr. 17. gr.
                  a.      Í stað 3.–4. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Meti Fjármálaeftirlitið upplýsingar skv. 1. mgr. rangar eða ófullnægjandi skal það synja um skráningu umboðsaðila í skrá skv. 14. gr.
                  b.      Í stað orðanna „eða hafni“ í 5. málsl. komi: um.
     10.      Í stað orðsins „skýrslugjöf“ í 33. gr. komi: skýrslur.
     11.      Í stað orðanna „4. mgr. 12. gr., 1.–3. mgr. og 1. og 2. málsl. 4. mgr. 14. gr.“ í 1. mgr. 35. gr. komi: 11. gr., 4. mgr. 12. gr., 14. gr.
     12.      Við 36. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis, þ.m.t. að því er varðar eftirlit.
     13.      1. mgr. 38. gr. orðist svo:
                  Öðrum en greiðsluþjónustuveitendum er óheimilt að veita greiðsluþjónustu samkvæmt lögum þessum.
     14.      D-liður 4. mgr. 44. gr. orðist svo: um heildarfjárhæð og gjöld vegna sams konar greiðslna til sama viðtakanda.
     15.      Í stað „1. og 2. mgr.“ í 3. mgr. 46. gr. komi: 2. mgr.
     16.      Í stað orðanna „í 1. mgr. 85. gr., 5. mgr. 86. gr. og 2. mgr. 92. gr.“ í 1. mgr. 62. gr. komi: skv. 2. mgr. 85. gr., 5. mgr. 86. gr. og 3. mgr. 92. gr.
     17.      Í stað orðsins „þjónustu“ í c-lið 3. mgr. 70. gr. komi: greiðsluþjónustu.
     18.      Á undan orðinu „aðgengilegar“ í 2. málsl. 1. mgr. 77. gr. komi: þær ekki.
     19.      Í stað orðsins „hafnað“ í fyrirsögn 85. gr. komi: synjað.
     20.      Við 1. mgr. 98. gr.
                  a.      Orðin „og meðferð“ í 1. málsl. falli brott.
                  b.      Í stað orðsins „meðferð“ í 2. málsl. komi: vinnslu.
     21.      Á eftir orðunum „tilkynna þeim“ í 3. málsl. 3. mgr. og 4. mgr. 100. gr. komi: um það.
     22.      Við 101. gr.
                  a.      Í stað orðsins „hann“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: greiðandi.
                  b.      Á eftir „2. mgr.“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: þessarar greinar.
                  c.      Á eftir orðunum „ákvæði 1. mgr.“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: þessarar greinar.
                  d.      Á eftir orðunum „við 1. mgr.“ í 3. málsl. 3. mgr. komi: þessarar greinar.
     23.      Við 1. mgr. 106. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „laga þessara“ í 1. málsl. komi: og reglugerðum.
                  b.      Orðin „um heildarfjárhæð greiðslna vegna greiðslumiðla með takmörkuð afnot“ í 24. tölul. falli brott.
                  c.      52. tölul. orðist svo: 2. mgr. 81. gr. um skyldu til að afhenda fjármuni sem frystir hafa verið án ótilhlýðilegrar tafar.
     24.      2. mgr. 108. gr. verði 6. mgr. 106. gr.
     25.      Á eftir orðunum „laga þessara“ í 1. málsl. 1. mgr. 110. gr. komi: og reglugerðum.
     26.      Í stað „7. mgr.“ í 2. málsl. 4. mgr. 111. gr. komi: 2. mgr.
     27.      Við 112. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar“ í 2. mgr. komi: eða meginreglum laga um persónuvernd.
                  b.      2. málsl. 6. mgr. falli brott.
     28.      Í stað orðanna „1. júlí 2021“ í 1. málsl. 115. gr. komi: 1. nóvember 2021.
     29.      Við 116. gr.
                  a.      Í stað orðanna „1. september 2021 leggja fram viðeigandi upplýsingar til Fjármálaeftirlitsins“ í 1. mgr. komi: 1. janúar 2022 leggja viðeigandi upplýsingar fyrir Fjármálaeftirlitið.
                  b.      Í stað orðanna „1. desember 2021“ í 3. og 8. mgr. komi: 1. apríl 2022.
                  c.      Í stað orðanna „1. janúar 2022“ tvívegis í 4. mgr. komi: 1. maí 2022.
                  d.      Í stað orðanna „1. október 2021“ í 5. mgr. komi: 1. febrúar 2022.
                  e.      Í stað orðanna „1. september 2021“ í 6. mgr. komi: 1. janúar 2022.
     30.      Við 1. tölul. 117. gr.
                  a.      Orðin „og aðgreina frá aðilum 2. málslið“ í 4. málsl. 1. mgr. d-liðar falli brott.
                  b.      Við 1. mgr. e-liðar bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Önnur atriði sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að komi fram í umsókn samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands.
                  c.      3. mgr. e-liðar falli brott.
                  d.      Í stað orðanna „er rétt að“ í lokamálslið 1. mgr. f-liðar komi: skal.
                  e.      Orðin „enn fremur“ í 3. tölul. h-liðar falli brott.
                  f.      4. málsl. 2. mgr. t-liðar orðist svo: Hið sama á við meti Fjármálaeftirlitið upplýsingarnar rangar eða ófullnægjandi.
                  g.      Orðin „eða hafni skráningu“ í 5. málsl. 2. mgr. t-liðar falli brott.
                  h.      Í stað „skv. 28.–32. gr.“ í 1. tölul. w-liðar komi: sbr. 28.–32. gr. og 38. gr.
     31.      Í stað orðanna „1. júlí 2021“ í ákvæði til bráðabirgða komi: 1. nóvember 2021.