Samantekt um þingmál

Almenn hegningarlög

130. mál á 141. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að breyta ákvæðum sem varða mútubrot í tilefni af fyrirhugaðri viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins á sviði refsiréttar um spillingu.

Helstu breytingar og nýjungar

Alþingismenn verði nú sérstaklega tilgreindir í ákvæði almennra hegningarlaga um mútugreiðslur auk þess sem lagt er til að gerðarmenn í gerðardómi falli undir gildissvið ákvæðisins.
Refsiábyrgð um mútugreiðslur og mútuþágu erlendra opinberra starfsmanna taki jafnframt til erlendra gerðarmanna, erlendra kviðdómenda og manna sem eiga sæti á erlendum fulltrúaþingum sem hafa stjórnsýslu með höndum.
Refsihámark fyrir brot um mútugreiðslur hækki í fjögur ár. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, sem eru að hluta eða í heild í opinberri eigu, verði felldir undir grein almennra hegningarlaga sem mælir fyrir um mútubrot í almennri atvinnustarfsemi.

Breytingar á lögum og tengd mál

Almenn hegningalög nr. 19/1940.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Ein umsögn barst þar sem lýst var yfir stuðningi við efni frumvarpsins.

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Additional Protocol to the Criminal Law Convention on Corruption. Strasbourg, 15.5.2003.
Third Evaluation Round : Evaluation Report on Iceland Adopted by GRECO at its 37th Plenary Meeting (Strasbourg, 31 March-4 April 2008).
Iceland - OECD Anti-Bribery Convention.



Síðast breytt 25.01.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.