Samantekt um þingmál

Opinber stuðningur við vísindarannsóknir

198. mál á 141. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Að efla vísindarannsóknir og vísindamenntun á Íslandi og veita markáætlun á sviði vísinda og tækni lagastoð.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að Rannsóknasjóður og Rannsóknarnámssjóður verði sameinaðir.
Að heiti Tækjasjóðs verði breytt í Innviðasjóð, hlutverk hans útvíkkað og fagráði Innviðasjóðs komið á fót.
Að formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs verði ekki jafnframt formaður stjórnar Rannsóknasjóðs.
Ætlunin er að tryggja meiri samfellu milli þeirra sjóða sem styrkja vísindarannsóknir.
Birta skal í opnu aðgengi niðurstöður rannsókna sem fengið hafa styrki úr samkeppnissjóðum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Í frumvarpinu er mælt fyrir um breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Umsagnir (helstu atriði)

Í umsögnum sem bárust voru gerðar tillögur um ýmsar efnis- og orðalagsbreytingar. Meðal annars var vakin athygli á því að slæmt væri að meina vísindafólki að birta niðurstöður styrktra rannsókna í ritum sem ekki væru í opnum aðgangi.

Afgreiðsla

Allsherjar- og menntamálanefnd lagði fram nefndarálit og breytingartillögu á þingskjali 757. Þar er lagt til að Markáætlun nái einnig til nýsköpunar. Breytingartillagan var samþykkt og frumvarpið svo breytt.

Aðrar upplýsingar

Byggt á styrkum stoðum: stefna Vísinda- og tækniráðs 2010 til 2012. (2009) Reykjavík: Forsætisráðuneytið, Vísinda- og tækniráð.



Síðast breytt 21.12.2012. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.