Samantekt um þingmál

Rannsóknarnefndir

653. mál á 145. löggjafarþingi.
Forsætisnefndin.

Markmið

Endurskoðun á lögum um rannsóknarnefndir með það fyrir augum að gera undirbúning að skipun rannsóknarnefnda markvissari.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að rannsóknarnefndir fjalli ekki um ábyrgð ráðherra heldur verði slíkt í verkahring þingsins sjálfs eða stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Tekin eru upp ákvæði um fjármál rannsóknarnefnda og um upplýsingagjöf til forseta Alþingis. Einnig er lagt til að unnið verði sjálfstætt að því að bæta verklag við undirbúning tillagna um skipun rannsóknarnefnda og að verklag varðandi frágang og skil á gögnum að lokinni rannsókn verði samræmt.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um rannsóknarnefndir nr. 68/2011.
Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963.

Aðrar upplýsingar

Heimasíða rannsóknarnefnda Alþingis.
Greinargerð um rannsóknarnefndir Alþingis. Hvaða lærdóm má draga af reynslunni? Lagaskrifstofa Alþingis 2015.
Embedsmanden i det moderne folkestyre. Bo Smith-udvalget. Jurist- og økonomforbundets forlag 2015.
Folketingets Præsidiums høring om parlamentariske undersøgelser 15. januar 2014 

L öggjöf og reglur á Norðurlöndum.

Danmörk
Lov om undersøgelseskommissioner  LOV nr 357 af 02/06/1999.

Noregur
Regler for granskingskommisjoner. Rundskriv G-48/75 fra Justisdep.


Síðast breytt 26.04.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.