Samantekt um þingmál

Höfundalög

870. mál á 145. löggjafarþingi.
Mennta- og menningarmálaráðherra.

Markmið

Að eyða þeim vafa sem ríkt hefur um lögmæti þess að afrita höfundaréttarvarið efni sem dreift er án heimildar rétthafa.

Helstu breytingar og nýjungar

Heimild til gerðar stafræns eintaks til einkanota verður bundin við þann einstakling sem hefur lögmæt umráð eða aðgang að upprunaeintaki sem dreift er eða gert aðgengilegt með heimild rétthafa þess.
Kveðið er á um rétt höfunda til sanngjarnra bóta vegna afritunar verka þeirra til einkanota með framlagi úr ríkissjóði.
Innheimta höfundaréttargjalda til að fjármagna bætur til rétthafa vegna eintakagerðar til einkanota verður lögð af. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Höfundalög nr. 73/1972.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs geti aukist um 234 milljónir kr. á ársgrundvelli.

Umsagnir (helstu atriði)

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum. 

Aðrar upplýsingar

Streymiþjónusta á Íslandi fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist : skýrsla rýnihóps á vegum mennta- og menningarmálaráðherra um greiningu á hindrunum fyrir streymiþjónustu ásamt tillögum. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2014.
Fall mynddiskamarkaðarins. Hagstofa Íslands, 12. mars 2015.
Lög um heimild ríkisstjórninni til handa til að staðfesta Bernarsáttmálann til verndar bókmenntum og listaverkum í þeirri gerð hans, sem samþykkt var á ráðstefnu Bernarsambandsríkja í París 24. júlí 1971, nr. 80/1972.


Síðast breytt 11.10.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.