Samantekt um þingmál

Sorgarleyfi

593. mál á 152. löggjafarþingi.
Félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Markmið

Að tryggja foreldrum svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og eftir atvikum til að styðja við eftirlifandi systkin við að aðlagast breyttum aðstæðum. Að auka líkur á að foreldrar geti átt farsæla endurkomu á vinnumarkað og geti tekið virkan þátt í samfélaginu að nýju í kjölfar barnsmissis.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að foreldrum verði tryggt svonefnt sorgarleyfi í allt að sex mánuði sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á umræddu tímabili í tengslum við fjarveru frá vinnumarkaði í kjölfar barnsmissis. Jafnframt er lagt til að tryggja foreldrum utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli, þ.á.m. námsmönnum, sorgarstyrk verði þeir fyrir barnsmissi. Þá er gert ráð fyrir að réttur foreldra til leyfis frá störfum í þrjá mánuði í kjölfar andvanafæðingar eftir 22 vikna meðgöngu og í tvo mánuði vegna fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof verði áfram tryggður í frumvarpinu sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á umræddu tímabili.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, og lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, nr. 22/2006.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að árleg fjárhagsáhrif á ríkissjóð verði um 168 milljónir kr. auk þess sem gert er ráð fyrir 6 milljóna kr. einskiptiskostnaði við aðlögun tölvulausna hjá Vinnumálastofnun.

Afgreiðsla

Samþykkt með lítils háttar breytingum.


Síðast breytt 23.02.2023. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.