5.4.2022

Fyrri umræða um fjármálaáætlun 2023–2027

Fyrri umræða um fjármálaáætlun 2023–2027 hefst um kl. 14 í dag, þriðjudaginn 5. apríl. Í upphafi mun fjármála- og efnahagsráðherra mæla fyrir áætluninni og síðan tala talsmenn allra þingflokka.

Að loknum almennum umræðum um áætlunina á þriðjudagskvöld og síðan á miðvikudag munu fagráðherrar taka þátt í umræðunni. Rúm klukkustund er áætluð fyrir hvern ráðherra og umræður um málaflokka hans.