21.12.2020

Tölfræðilegar upplýsingar um 151. löggjafarþing, fram að jólahléi

Þingfundum 151. löggjafarþings var frestað 18. desember 2020 en þingið var að störfum frá 1. október.

Þingfundir voru samtals 43 og stóðu í tæpar 254 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og 55 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 12 klst. og 13 mín. Lengsta umræðan var um fjármálaáætlun 2021–2025 sem stóð samtals í rúmar 21 klst. Þingfundadagar voru alls 35.

Af 169 frumvörpum urðu alls 43 að lögum, 126 voru óútrædd. Af 110 þingsályktunartillögu voru 12 samþykktar, 98 tillögur voru óútræddar.

5 skriflegar skýrslur voru lagðar fram. 11 beiðnir um skýrslur komu fram, þar af 7 til ráðherra og 4 til Ríkisendurskoðanda. 7 munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 141. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru t10 og var 8 svarað en 2 bíða svars. 131 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 64 þeirra svarað, 1 var kölluð aftur og 66 bíða svars er þingi var frestað.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 437 og tala prentaðra þingskjala var 719.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 95. Sérstakar umræður voru 7.

Samtals höfðu verið haldnir 209 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 18. desember.

Sjá yfirlit um tölfræði þingfunda og stöðu mála.