Norræna ráðherranefndin 1995

Fimmtudaginn 29. febrúar 1996, kl. 11:48:25 (3410)

1996-02-29 11:48:25# 120. lþ. 99.1 fundur 329. mál: #A Norræna ráðherranefndin 1995# skýrsl, 337. mál: #A norrænt samstarf 1995# skýrsl, KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[11:48]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir þær upplýsingar sem komu fram. Það er rétt sem hún sagði að samvinnuskorturinn vakti náttúrlega athygli bæði þingmanna og annarra sem voru í Kína en það breytir ekki þeirri spurningu þó að það sé núna pólitískur vilji til þess að viðhalda þessu samstarfi er spurningin sú hvað raunveruleikinn býður upp á og hvers eðlis verður þetta norræna samstarf í framtíðinni eftir þessar grundvallarbreytingar. Ég get verið sammála þingmanninum um að kannski hafi aldrei verið meiri nauðsyn á því að efla þetta samstarf af ýmsum ástæðum og kannski ekki síst fyrir okkur. Við hljótum samt að spyrja okkur hver grundvöllurinn sé eftir að svona mikil breyting hefur átt sér stað og hver er raunverulega viljinn. Af menningarlegum og sögulegum ástæðum hafa Norðurlandaþjóðirnar og ekki síst pólitíkusarnir áhuga á þessu samstarfi og hafa haft af því mikið gagn og samstaða Norðurlandanna hefur gefið Norðurlöndunum í gegnum tíðina mikinn pólitískan styrk. Því miður hefur einnig orðið breyting á því núna með þessari aðgreiningu milli Norðurlandanna. Hvað sem menn segja um vilja í þessum efnum er framtíðin samt býsna óljós.