Staðfest samvist

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 18:19:25 (3582)

1996-03-05 18:19:25# 120. lþ. 100.8 fundur 320. mál: #A staðfest samvist# frv. 87/1996, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[18:19]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þessi orð. Það er að sjálfsögðu fyrir mestu að um þetta mál náist samkomulag þannig að það hljóti sem allra fyrst afgreiðslu. Það er hins vegar ekki hægt annað en að undrast þau orð sem koma fram í athugasemdum við einstakar greinar frv. þar sem vitnað er í svarbréf biskupsins yfir Íslandi til ráðuneytis um það að kirkjan óski alls ekki eftir því og telji það mjög vafasamt að mælt verði fyrir því í lögum að heimild verði veitt til kirkjulegrar vígslu samkynhneigðra. Ég undrast þetta sjónarmið sérstaklega frá því fólki sem starfar við kirkjuna og á að minnsta kosti að taka meira tillit til fólks og tilfinninga en allur almenningur, skyldi maður ætla.