Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 23. apríl 1996, kl. 16:55:14 (5164)

1996-04-23 16:55:14# 120. lþ. 125.2 fundur 262#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur

[16:55]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér er ljúft og skylt að verða við beiðni hv. þm. Með leyfi forseta, vil ég vitna í stefnuskrá Kvennalistans. Þar stendur: Kvennalistinn vill að svokomnu máli leggja áherslu á að Ísland standi utan Evrópusambandsins. Það er ekkert sem hindrar okkur í að lögleiða góðar breytingar ættaðar frá Evrópu nema vilja og skilningsleysi íslenskra stjórnvalda. Stefna Kvennalistans í þessu máli er mjög skýr. Mitt álit á því máli er líka mjög skýrt og það hefur komið fram opinberlega. Ég er ósammála stefnu Kvennalistans að þessu leyti. Ég tel best að látið verði á það reyna með aðildarviðræðum við Evrópusambandið hvaða kjör okkur bjóðast í Brussel.