Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 17:17:51 (6009)

1996-05-14 17:17:51# 120. lþ. 137.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[17:17]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skildi dóm undirréttarins í Reykjavík í SR-málinu þannig að það byggðist á jafnræðisreglunni og því sem kom ekki fram í ræðu hv. þm. að í biðlaunaréttinum felst forgangur til starfs hjá ríkinu ef staða er lögð niður. Þetta er ekki eingöngu biðlaunaréttur heldur líka réttur til þess að vera ráðinn innan ákveðins frests í tiltekin störf, þ.e. þetta er forgangsréttarákvæði. Hins vegar kannast ég ekki við að það hafi komið fram í neinum dómi að það sé álit dómara að biðlaunarétturinn sé eignarréttindi sem séu lögvarin af stjórnarskránni og þess vegna skuli koma bætur fyrir ef hann er tekinn af.