Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 21:40:20 (6039)

1996-05-14 21:40:20# 120. lþ. 137.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[21:40]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst mjög sérkennilegt hjá hv. þm. ef hann hefur hagsmuni barnsins í fyrirrúmi eins og hann segir en ætlar síðan parinu að ákveða hvort barnið fái upplýsingar um uppruna sinn. Þar með er hann auðvitað með hagsmuni parsins í fyrirrúmi. Þetta stangast því algerlega á við annað sem hv. þm. hefur sagt í málinu.

Varðandi upplýsingar frá allshn. um gang lífsins gerði ég bara athugasemdir við orð hv. þm. áðan að það væri einhver nýr sannleikur hvernig barn verður til og það þyrfti að vitna í einhver læknabréf til allshn. um það. Það þótti mér sérkennileg tilvitnun og segja að þetta yrði eitthvað sem yrði svo í framtíðinni. Það fannst mér enn þá sérkennilegra.